Tilgangurinn með neyðarfundinum óljós

María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is/Hari

Tilgangurinn með neyðarfundi Krabbameinsfélagsins þótti óljós og töldu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) því ekki ástæðu til að funda með félaginu á þessu stigi málsins.

Þetta segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við mbl.is.

„Við erum að vinna með Landlækni að skoðun þessa máls, og við teljum það mikilvægt að halda því í þeim farvegi og trufla ekki þá rannsókn með neinum hætti.“

Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að félagið hafi farið fram á neyðarfund með SÍ vegna „þess van­trausts sem fram kom af hálfu full­trúa Sjúkra­trygg­inga á ör­yggi starf­semi Leit­ar­stöðvar­inn­ar“.

Er þar vísað í Kastljósþátt þar sem rætt var við Tryggva Björn Stefánsson, krabbameinsskurðlækni og fulltrúa í starfshópi tengdum Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

María segir að Tryggvi hafi komið að þessu verkefni sem aðkeyptur sérfræðingur, en að hann starfi ekki hjá SÍ og sé ekki talsmaður stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert