Aðalatriðið að rannsaka málið til hlítar

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. mbl.is/Hari

„Ef Krabba­meins­fé­lagið tel­ur ekki rétt að halda starf­sem­inni áfram þá reikna ég með að þau til­kynni yf­ir­völd­um það,“ seg­ir María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands.

Krabba­meins­fé­lagið birti í dag er­indi sem það sendi Maríu þar sem af­hend­ing­ar gagna er óskað. Í er­ind­inu seg­ir að ef þau gögn staðfesti um­mæli full­trúa SÍ verði starf­semi leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags­ins lokað „um­svifa­laust“.

María seg­ir að fund­ur með Krabba­meins­fé­lag­inu hafi ekki verið ákveðinn. Eins og mbl.is greindi frá í gær óskaði Krabba­meins­fé­lagið eft­ir neyðar­fundi með SÍ vegna um­mæla sem Tryggvi Björn Stef­áns­son lækn­ir og full­trúi SÍ í vinnu við end­ur­skoðun kröf­u­lýs­inga lét falla í Kast­ljósi 3. sept­em­ber sl. Krabba­meins­fé­lagið seg­ir full­yrðing­arn­ar al­var­leg­ar en þær lutu að gæðaeft­ir­liti og gæðaskrán­ingu í leit­ar­starfi fé­lags­ins. 

Er­ind­inu verður svarað

María seg­ir að er­ind­inu verði að sjálf­sögðu svarað en Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands muni ekki tjá sig að öðru leyti á þessu stigi máls­ins.

Tryggvi kom að verk­efn­inu sem aðkeypt­ur sér­fræðing­ur en starfar ekki hjá SÍ og er ekki talsmaður stofn­un­ar­inn­ar, að sögn Maríu. Spurð hvort SÍ beri þá ekki ábyrgð á um­mæl­um hans seg­ir María:

„Það sem ligg­ur fyr­ir núna er að rann­saka málið til hlít­ar, það er aðal­atriðið.“

Embætti land­lækn­is rann­sak­ar nú mis­tök hjá starfs­manni Krabba­meins­fé­lags Íslands sem upp komust í sum­ar þegar fimm­tug kona greind­ist með ólækn­andi krabba­mein sem lík­lega hefði verið hægt að koma í veg fyr­ir hefði hún ekki fengið ranga niður­stöðu úr leg­háls­sýna­töku árið 2018.

SÍ koma að þeirri rann­sókn í sam­starfi við Embætti land­lækn­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka