Fullyrðingar um andleg veikindi komi ekki frá félaginu

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, ítrekar að ábyrgðin á málinu hvíli …
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, ítrekar að ábyrgðin á málinu hvíli á félaginu sjálfu og stjórnendum þess, aldrei á einum starfsmanni. mbl.is/Árni Sæberg

Krabba­meins­fé­lagið ít­rek­ar að full­yrðing­ar um að starfsmaður, sem greindi rang­lega sýni úr leg­háls­stroku hjá konu sem greind­ist ný­verið með ólækn­andi krabba­mein, ætti við and­leg veik­indi að stríða komi ekki frá fé­lag­inu. 

Í frétt á vef Frétta­blaðsins í morg­un og í há­deg­is­frétt­um RÚV krefjast not­enda­sam­tök­in Hug­arafl þess að stjórn­end­ur Krabba­meins­fé­lags­ins taki ábyrgð á því að fram hafi komið í fjöl­miðlum að starfsmaður hafi glímt við and­leg veik­indi. 

Í til­kynn­ingu á vef Krabba­meins­fé­lags­ins seg­ir að upp­lýs­ing­arn­ar komi ekki frá fé­lag­inu. At­huga­semd var gerð við þá full­yrðingu í frétt­um Stöðvar tvö fimmtu­dags­kvöldið 3. sept­em­ber og fékk Krabba­meins­fé­lagið þau svör að upp­lýs­ing­arn­ar kæmu frá heim­ild­ar­manni frétta­manns­ins. 

„Við höf­um aldrei sagt til um eðli veik­inda um­rædds starfs­manns. Það var hins veg­ar óumflýj­an­legt að greina frá því að um mann­leg mis­tök væri að ræða, en ekki kerf­is­læg eða tækni­leg. Það var krafa fjöl­miðla og al­menn­ings að fé­lagið úr­skýrði í hverju mis­tök­in lægju,“ seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins. Hún ít­rek­ar hins veg­ar að ábyrgðin á mál­inu hvíli á fé­lag­inu sjálfu og stjórn­end­um þess, aldrei á ein­um starfs­manni.

Vanda­málið sé kerfið 

Kristján Odds­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir hjá Krabba­meins­fé­lag­inu, sagðist í sam­tali við mbl.is í gær vera ósátt­ur við þá af­stöðu fé­lags­ins að kenna starfs­manni fé­lags­ins um þau mis­tök sem urðu. 

„Fram­kvæmda­stjóri og stjórn­in bera ábyrgð á starf­sem­inni og ég tel það hreint út sagt ljótt að skella allri ábyrgðinni á einn starfs­mann. Það gera all­ir mis­tök og það er mann­leg­ur harm­leik­ur fyr­ir bæði þann sem fær sýnið sitt rang­lega greint og þann starfs­mann sem ger­ir mis­tök­in. En hvernig Krabba­meins­fé­lagið hef­ur brugðist við þessu, með því að firra sig ábyrgð og skella skuld­inni á einn starfs­mann og ýja svo að því að hann sé and­lega veik­ur – ég þarf ekki einu sinni að hafa orð um það,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir mik­il­vægt að fólk átti sig á mun­in­um á mann­leg­um mis­tök­um og gölluðu kerfi. 

„Menn þurfa að skilja á milli mann­legra mistaka og þess kerf­is sem sér um þessa skimun. Skimun og ár­ang­ur af henni bygg­ist fyrst og fremst á því að kon­ur taki þátt í henni og þátt­taka hef­ur verið langt und­ir viðmiðum. Þá er al­veg ljóst að það er ekki hægt að halda áfram með óbreytt skipu­lag. Fé­lag sem gef­ur sig út fyr­ir að vera að berj­ast gegn krabba­meini og berst svo með kjafti og klóm við að halda óbreyttu skipu­lagi – þar ligg­ur vanda­málið, í þess­um tví­skinn­ungi og í raun­inni í þess­ari blekk­ingu,“ seg­ir Kristján.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka