Engin gögn bárust sem styðja fullyrðingarnar

Krabbameinsfélag Íslands.
Krabbameinsfélag Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Engin gögn bárust með svarinu sem Sjúktryggingar Íslands sendu Krabbameinsfélaginu fyrir hádegi sem geta stutt þær fullyrðingar sem fulltrúi SÍ setti fram í Kastljósi.   

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Sjúkratryggingar hafa óskað eftir staðfestingu frá Krabbameinsfélaginu og Leitarstöðinni á því að kröfur til starfseminnar séu uppfylltar fyrir lok dags. Því erindi verður svarað í dag.

Krabbameinsfélagið sendi erindi til SÍ í gær þar sem óskað var eftir afhendingu gagna sem gætu stutt ummæli fulltrúa SÍ. Þau lutu að gæðaeft­ir­liti og gæðaskrán­ingu í leit­ar­starfi fé­lags­ins. Frest­ur var gef­inn til há­deg­is í dag. Ef SÍ staðfesti um­mæl­in yrði leit­ar­stöðinni lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert