Engin gögn bárust sem styðja fullyrðingarnar

Krabbameinsfélag Íslands.
Krabbameinsfélag Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­in gögn bár­ust með svar­inu sem Sjúk­trygg­ing­ar Íslands sendu Krabba­meins­fé­lag­inu fyr­ir há­degi sem geta stutt þær full­yrðing­ar sem full­trúi SÍ setti fram í Kast­ljósi.   

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Sjúkra­trygg­ing­ar hafa óskað eft­ir staðfest­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu og Leit­ar­stöðinni á því að kröf­ur til starf­sem­inn­ar séu upp­fyllt­ar fyr­ir lok dags. Því er­indi verður svarað í dag.

Krabba­meins­fé­lagið sendi er­indi til SÍ í gær þar sem óskað var eft­ir af­hend­ingu gagna sem gætu stutt um­mæli full­trúa SÍ. Þau lutu að gæðaeft­ir­liti og gæðaskrán­ingu í leit­ar­starfi fé­lags­ins. Frest­ur var gef­inn til há­deg­is í dag. Ef SÍ staðfesti um­mæl­in yrði leit­ar­stöðinni lokað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert