Engin gögn borist Krabbameinsfélaginu

Húsakynni Krabbameinsfélags Íslands.
Húsakynni Krabbameinsfélags Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Eng­in gögn hafa enn borist til Krabba­meins­fé­lags Íslands frá Sjúkra­trygg­ing­um Íslands sem staðfesta um­mæli full­trúa SÍ sem lutu að gæðaeft­ir­liti og gæðaskrán­ingu í leit­ar­starfi fé­lags­ins.

„Það er óbreytt staða frá því í gær­kvöldi,“ seg­ir Sig­ríður Sól­an, kynn­ing­ar­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins.

Fé­lagið greindi frá því í til­kynn­ingu í gær að sent hefði verið er­indi til SÍ um af­hend­ingu gagn­anna. Frest­ur var gef­inn til há­deg­is í dag. Ef SÍ staðfesti um­mæl­in yrði leit­ar­stöðinni lokað.

Sig­ríður seg­ir að staðan verði tek­in í há­deg­inu varðandi næstu skref þegar kem­ur í ljós hvort gögn­in ber­ast.

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Íslands, sagði við mbl.is í gær að er­ind­inu yrði svarað en vildi ann­ars ekk­ert tjá sig frek­ar.

„Ef Krabba­meins­fé­lagið tel­ur ekki rétt að halda starf­sem­inni áfram reikna ég með að þau til­kynni yf­ir­völd­um það,“ sagði María, sem gat ekki rætt við blaðamann í morg­un þegar óskað var eft­ir því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert