Harma að starfsmaðurinn sé nafngreindur

Krabbameinsfélagið harmar að starfsmaður sem gerði mistök við greiningu leghálssýnis …
Krabbameinsfélagið harmar að starfsmaður sem gerði mistök við greiningu leghálssýnis sé nú nafngreindur í fjölmiðlum. Krafa hefur verið send um að fréttir þess efnis verði fjarlægðar. mbl.is/Árni Sæberg

Krabba­meins­fé­lagið harm­ar að starfsmaður sem gerði mis­tök við grein­ingu leg­háls­sýn­is konu sem er nú með ólækn­andi krabba­mein sé nú nafn­greind­ur í fjöl­miðlum. Fé­lagið hef­ur gert kröfu um að frétt­ir þess efn­is verði fjar­lægðar. 

Starfsmaður­inn kom fram und­ir nafni í viðtali við Mann­líf í dag þar sem hún sagði að sér sárnaði málsvörn Krabba­meins­fé­lags­ins sem hef­ur verið gagn­rýnt fyr­ir að kenna henni einni um mis­tök­in. 

Í frétt á vef Krabba­meins­fé­lags­ins, sem ber fyr­ir­sögn­ina „Af hverju var starfsmaður nefnd­ur vegna mistak­anna“, seg­ir að fé­lagið hafi legið und­ir ámæli fyr­ir að greina frá því að mis­tök­in hafi verið gerð af ein­um starfs­manni. Það hafi ekki verið gert til að koma sök á starfs­mann­inn, held­ur til að skýra í hverju mis­tök­in fólust. 

„Þegar málið kom til tals í fjöl­miðlum vildi fé­lagið gera allt sem í valdi þess stóð til að forðast að draga starfs­mann­inn inn í umræðuna. Það var hins veg­ar ljóst að fé­lagið myndi fá á sig mikla gagn­rýni ef það leyndi upp­lýs­ing­um. Því var mik­il­vægt að fram kæmi að ekki væri um kerf­is­læg eða tækni­leg mis­tök að ræða held­ur mann­leg mis­tök. Þess vegna var óhjá­kvæmi­legt að fram kæmi að um einn starfs­mann væri að ræða þar sem grein­ing leg­háls­sýna fer fram með þeim hætti,“ seg­ir í frétt­inni. 

Hafa sent kröfu um að frétt­ir verði fjar­lægðar 

Í frétt­inni seg­ir að Krabba­meins­fé­lagið hafi sent kröfu um að frétt­ir þar sem starfsmaður­inn er nafn­greind­ur verði fjar­lægðar. 

„Fé­lagið vissi að fjöl­miðlar hefðu fengið upp­lýs­ing­ar um ætluð veik­indi starfs­manns­ins og myndu birta þær. Staðhæf­ing­ar um að Krabba­meins­fé­lagið hafi gefið upp af hvaða toga veik­ind­in voru eru ekki rétt­ar. Áréttað skal að á meðan starfsmaður­inn var að störf­um fyr­ir fé­lagið var gengið út frá því að hann væri heill heilsu og hefði náð sér af veik­ind­un­um.

Krabba­meins­fé­lagið hef­ur verið í góðum sam­skipt­um við starfs­mann­inn al­veg frá því að málið kom upp í sum­ar og veitt hon­um stuðning. Fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins ræddi aft­ur við hann í dag til að biðja hann af­sök­un­ar á því að hann hefði dreg­ist inn í um­fjöll­un um málið með þess­um hætti og upp­lýsa hann um hvernig það kom til,“ seg­ir í frétt­inni.

Upp­fært

Nafn starfs­manns­ins fyrr­ver­andi hef­ur verið fjar­lægt úr frétt mbl.is í kjöl­far at­huga­semd­ar starfs­manns­ins og Krabba­meins­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert