„Mikill léttir eftir fréttir kvöldsins“

Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Höfuðstöðvar Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Kynn­ing­ar­stjóri Krabba­meins­fé­lags­ins seg­ir að starfs­fólki fé­lags­ins sé létt, nú þegar ljóst er að eng­inn efi sé um hæfi fé­lags­ins til þess að fram­kvæma skiman­ir. Starfs­fólk hafi verið slegið vegna at­b­urða síðustu daga en að samstaða sé inn­an hóps­ins.

Hún seg­ir sam­ráð fé­lags­ins við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands gott, en for­stjóri SÍ greindi frá því í dag að hún kannaðist ekki við að hafa séð gögn sem stutt gætu efa­semd­ir um hæfi Krabba­meins­fé­lags­ins til að sinna skimun­um.

Eins og áður hef­ur verið greint frá urðu mis­tök í grein­ingu sýna hjá Krabba­meins­fé­lag­inu árið 2018 sem leiddu til þess að kona, sem nú er með ólækn­andi krabba­mein, greind­ist ekki með frumu­breyt­ing­ar þegar hún fór í leg­háls­skimun hjá leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins. Lögmaður kon­unn­ar hef­ur fengið fleiri sam­bæri­leg mál inn á sitt borð. 

„Krabba­meins­fé­lagið hef­ur átt gott sam­ráð við Sjúkra­trygg­ing­ar í dag um málið,“ seg­ir Sig­ríður Sól­an Guðlaugs­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands, í svari við fyr­ir­spurn­um mbl.is.

Samstaða starfs­fólks mik­il

„Starfs­fólk fé­lags­ins er mjög slegið yfir at­vik­inu sem varð og hef­ur verið und­ir miklu álagi vegna ávirðinga. Mik­il samstaða er inn­an hóps­ins og mik­ill létt­ir eft­ir frétt­ir kvölds­ins að fé­lagið valdi ekki leng­ur efa um hæfi fé­lags­ins til að fram­kvæma skiman­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert