Segir SÍ hafa brugðist hlutverki sínu

Kristján Oddsson, fyrrverandi yfirlæknir á leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Kristján Oddsson, fyrrverandi yfirlæknir á leitarstöð Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Styrmir Kári

Kristján Odds­son, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags­ins, seg­ir Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands ekki hafa fram­kvæmt það eft­ir­lit með starf­semi Krabba­meins­fé­lags­ins sem stofn­un­inni ber að hafa á grund­velli þjón­ustu­samn­ings. 

Kristján var gest­ur Kast­ljóss í kvöld, en hann sagði í viðtali við mbl.is á laug­ar­dag að Krabba­meins­fé­lagið hefði fórnað heilsu­fars­leg­um hags­mun­um kvenna fyr­ir fjár­hags­lega og ímynd­ar­lega hags­muni. 

Áhyggj­ur hafi legið fyr­ir

Kristján seg­ir að vitn­eskja um áhyggj­ur fag­manna hjá Krabba­meins­fé­lag­inu af því skipu­lagi sem er á skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hafi legið fyr­ir hjá SÍ. Á grund­velli þjón­ustu­samn­ings eiga Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands að hafa eft­ir­lit með því að þjón­ustu­samn­ing­ur­inn við Krabba­meins­fé­lagið sé upp­fyllt­ur. 

Kristján seg­ir SÍ ekki hafa sinnt þessu hlut­verki sínu þegar hann starfaði hjá Krabba­meins­fé­lag­inu. 

„Ég starfaði hjá land­lækni í fimm ár og kallaði eft­ir því að eft­ir­litið þyrfti að vera miklu kerf­is­bundn­ara en það er. Eins og góður maður í ráðuneyt­inu sagði þegar ég kom og viðraði áhyggj­ur mín­ar, það eina sem hann sagði: „Þú ert bratt­ur, þetta fé­lag er með geislabaug,“ seg­ir Kristján.

Hann seg­ir ljóst að fólk treysti fé­lag­inu sem hafi vissu­lega verið í upp­hafi byggt upp af hug­sjón­ar­fólki. Hann tel­ur að fé­lagið hafi villst af leið og sett þá hags­muni sem því er ætlað að berj­ast fyr­ir til hliðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert