Rúmlega níu hundruð konur greinst frá 1964

27 þúsund leghálssýni eru sögð skoðuð hjá frumurannsóknarstofu leitarstöðvarinnar á …
27 þúsund leghálssýni eru sögð skoðuð hjá frumurannsóknarstofu leitarstöðvarinnar á hverju ári. mbl.is/Árni Sæberg

Rúm­lega níu hundruð kon­ur á Íslandi hafa greinst með leg­hálskrabba­mein frá ár­inu 1964, þegar skipu­leg leit að mein­inu hófst hjá Krabba­meins­fé­lag­inu. Þar af hafa tæp­lega þrjú hundruð lát­ist en rúm­lega sex hundruð hlotið bata.

Þetta er full­yrt í nýrri færslu á vef fé­lags­ins. Seg­ir þar að á ári hverju séu 27 þúsund leg­háls­sýni skoðuð hjá frumu­rann­sókn­ar­stofu leit­ar­stöðvar­inn­ar.

Um 14 þúsund kon­ur komi á stöðina, en auk þess taki sjálf­stætt starf­andi kven­sjúk­dóma­lækn­ar og ljós­mæður á heilsu­gæsl­um leg­háls­sýni sem send séu þangað til rann­sókna.

„Á rann­sókn­ar­stof­unni starfar sér­hæft starfs­fólk og nýtt starfs­fólk þarf um það bil ár í þjálf­un til að öðlast nægi­lega færni til að geta leitað að af­brigðileg­um frum­um,“ seg­ir í færsl­unni.

Sér­hæf­ing­in finn­ist ekki ann­ars staðar

Haft er eft­ir Ingi­björgu Guðmunds­dótt­ur, yf­ir­lækni frumu­rann­sókn­ar­stof­unn­ar, að þessi sér­hæf­ing finn­ist ekki ann­ars staðar á land­inu.

„Sér­hæfð þekk­ing skipt­ir gíf­ur­lega miklu máli og er þessi þekk­ing á Íslandi bund­in við rann­sókn­ar­stofu Krabba­meins­fé­lags­ins. Hún finnst ekki ann­ars staðar hér á landi. Sér­hæf­ing­in skipt­ir því miklu máli fyr­ir kon­ur á land­inu,“ er haft eft­ir Ingi­björgu.

Einnig er haft eft­ir Ágústi Inga Ágústs­syni, yf­ir­lækni leit­ar­stöðvar­inn­ar, að á stöðinni starfi fólk sem sé hugað um að varðveita heilsu kvenna á land­inu.

„Að baki leit­ar­starf­inu ligg­ur hug­sjón, gríðarleg­ur metnaður og fram­sýni þeirra sem komu skimun­um á fót á Íslandi. Þetta hef­ur verið leiðarljós leit­ar­stöðvar­inn­ar allt fram á þenn­an dag. Á leit­ar­stöðinni starfar fólk sem brenn­ur fyr­ir því að varðveita heilsu og heill kvenna á Íslandi og ár­ang­ur­inn af þessu er óum­deil­an­leg­ur og með því besta sem þekk­ist í heim­in­um,“ er haft eft­ir Ágústi Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka