Úttekt á starfssemi leitarstöðvar hafin

Landlæknisembættið sinnir eftirliti með starfsemi Krabbameinsfélagsins.
Landlæknisembættið sinnir eftirliti með starfsemi Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Embætti land­lækn­is hef­ur hafið at­hug­un á starf­semi Krabba­meins­fé­lags­ins í kjöl­far máls sem kom upp ný­verið þar sem kona sem fékk ranga grein­ingu við skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini. Kon­an er núna með ólækn­andi krabba­mein og er skaðabótakrafa í vinnslu.

Aðstoðarmaður land­lækn­is seg­ir að ekki sé endi­lega ástæða til þess að ætla að ein­hver brota­löm sé í starf­semi leit­ar­stöðvar Krabba­meins­fé­lags­ins. Hins veg­ar gefi þetta al­var­lega mál til­efni til þess að rann­saka það til hlít­ar og að það muni eðli­lega hafa í för með sér heild­ræna út­tekt á starfi leit­ar­stöðvar­inn­ar.

Skoða mál kon­unn­ar sér­stak­lega

„Það þarf að skoða þetta al­var­lega mál al­veg sér­stak­lega og eðli­lega mun það hafa í för með sér að heild­ræn at­hug­un verði gerð á starf­semi leit­ar­stöðvar­inn­ar,“ seg­ir Kjart­an Hreinn Njáls­son, aðstoðarmaður land­lækn­is, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir jafn­framt að fylgj­ast þurfi grannt með þeirri end­ur­grein­ingu sýna sem fari nú fram.

„Embætti land­lækn­is mun að sjálfs­göðu hafa eft­ir­lit með end­ur­skoðun þess­ara sýna sem nú stend­ur yfir. Okk­ur hef­ur einnig fund­ist að gott væri að fá ein­hvern ut­anaðkom­andi aðila til þess að fara yfir alla þessa starf­semi með okk­ur og hef­ur Krabba­meins­fé­lagið tekið vel í það.“

Leita eft­ir er­lend­um sér­fræðing­um

Kjart­an seg­ir hins veg­ar að skiman­ir fyr­ir leg­hálskrabba­meini séu flókn­ar rann­sókn­ir og mikla sér­fræðiþekk­ingu þurfi. Þess vegna þurfi mögu­lega að leita út fyr­ir land­stein­ana til þess að finna hæfa sér­fræðinga.

„Svona rann­sókn­ir eru gríðarlega flókn­ar og það þarf mikla sér­fræðikunn­áttu til. Eins og staðan er núna er flest okk­ar hæf­asta fólk nú þegar starf­andi hjá leit­ar­stöð Krabba­meins­fé­lags­ins og þess vegna horf­um við til er­lendra sér­fræðinga og hvort ein­hver fá­ist til þess að koma hingað til lands og fara yfir þetta með okk­ur.

Við erum búin að kasta út ansi víðu neti í leit okk­ar að sér­fræðing­um og erum því vongóð um að ein­hver hæf­ur finn­ist fljót­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka