Hafa greint 2.500 sýni af 6.000

Endurskoðun sýna miðar ágætlega, að sögn Krabbameinsfélagsins.
Endurskoðun sýna miðar ágætlega, að sögn Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Búið er að end­ur­skoða 2.500 sýni af þeim 6.000 sýn­um sem Krabba­meins­fé­lagið ætl­ar sér að end­ur­skoða í kjöl­far þess að kona, sem fékk ranga grein­ingu við skimun leg­hálskrabba­meins, er nú með ólækn­andi krabba­mein.

Af þess­um 2.500 sýn­um hafa 65 sýni sýnt væg­ar frumu­breyt­ing­ar og verða þær kon­ur sem eiga í hlut kallaðar í frek­ari skoðun. Þetta kem­ur fram á vef Krabba­meins­fé­lags­ins.

Krabba­meins­fé­lagið seg­ist nú ætla að birta viku­lega töl­ur yfir fram­gang end­ur­skoðunar sýna vegna þess fjölda fyr­ir­spurna sem fé­lag­inu ber­ast. Næstu töl­ur eru vænt­an­leg­ar 17. sept­em­ber. Á vef fé­lags­ins seg­ir að allt kapp sé lagt á að end­ur­skoðunin klárist sem fyrst en að henni miði ágæt­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert