Hafnar málskotsbeiðni stuðningsfulltrúans

Hæstiréttur veitti hafnaði málskotsbeiðni Guðmundar Ellerts.
Hæstiréttur veitti hafnaði málskotsbeiðni Guðmundar Ellerts. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstirétt­ur hef­ur hafnað beiðni Guðmund­ar Ell­erts Björns­son­ar, fyrr­ver­andi stuðnings­full­trúa hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur, um að mál hans verði tekið fyr­ir. Lands­rétt­ur dæmdi Guðmund Ell­ert í sum­ar í fimm ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn þrem­ur börn­um, en hann hafði verið sýknaður í mál­inu fyr­ir héraðsdómi.

Í ákvörðun Hæsta­rétt­ar vegna mál­skots­beiðninn­ar seg­ir að Guðmund­ur Ell­ert hafi talið brýnt að fá af­stöðu til þess hvaða áhrif það hafi haft á sönn­un­ar­stöðu máls­ins að vitni hefðu lýst mikl­um und­ir­bún­ingi máls­ins með aðkomu tveggja lög­manna sem hefðu fundað oft með tveim­ur brotaþolum og fjöl­skyldu þeirra.

Vís­ar Guðmund­ur Ell­ert til þess að hann hafi „rétti­lega verið sýknaður af héraðsdómi af öll­um

ákæru­atriðum og að Lands­rétt­ur hafi ekki end­ur­metið sönn­un­ar­gildi munn­legs framb­urðar

leyf­is­beiðanda og vitna nema að mjög litlu leyti,“ að því er seg­ir í úr­sk­urði Hæsta­rétt­ar.

Áfrýj­un breyti ekki dómi

Fór Guðmund­ur Ell­ert fram á áfrýj­un­ar­leyfi, en til vara að dóm­ur Lands­rétt­ar yrði tek­inn til end­ur­skoðunar hvað ákvörðun refs­ing­ar varðar. Meint brot hafi verið fram­in fyr­ir 22 árum og tæp tvö ár liðið frá því að dóm­ur gekk í héraði þar til Lands­rétt­ur kvað upp sinn dóm. Tel­ur Guðmund­ur Ell­ert að Lands­rétt­ur hefði átt að gefa þeim drætti meira vægi við ákvörðun refs­ing­ar.

Í úr­sk­urði Hæsta­rétt­ar seg­ir að að virt­um gögn­um máls­ins verður ekki séð að það lúti að atriðum sem hafi veru­lega al­menna þýðingu eða að mjög mik­il­vægt sé af öðrum ástæðum að fá úr­lausn Hæsta­rétt­ar um. Niðurstaða Lands­rétt­ar um sak­fell­ingu byggi jafn­framt fyrst og fremst á mati á sönn­un­ar­gildi munn­legs framb­urðar leyf­is­beiðanda, brotaþola og nafn­greindra vitna, en það mat verði ekki end­ur­skoðað fyr­ir Hæsta­rétti. „Með vís­an til þess er ljóst að áfrýj­un til rétt­ar­ins mun ekki verða til þess að breyta dómi Lands­rétt­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert