Nokkrar af þeim konum sem fengu ranga niðurstöðu eftir leghálsskimun hjá Krabbameinsfélaginu eru með það alvarlegar frumubreytingar að þær þurfa að fara í aðgerð, svokallaðan keiluskurð.
Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknis leitarsviðs Krabbameinsfélagsins, segir að konurnar séu ekki fleiri en tíu en vill ekki hjá sig um nákvæman fjölda. Þetta kom fram í viðtali við Ágúst Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Um er að ræða frumubreytingar en ekki krabbamein samkvæmt en einstaka konur eru með það slæmar frumubreytingar að Krabbameinsfélagið ráðleggur þeim að gangast undir aðgerðina.
„Það sem við getum sagt er að sem betur fer þá hafa enn sem komið er ekki greinst nein krabbameinstilfelli þannig að ég myndi segja að það hefði ekki breytt miklu. Við erum að ná að bregðast við í tæka tíð því sem þarf að bregðast við,“ sagði hann.
Alls voru 108 konur beðnar um að koma í frekari skoðun vegna mistaka í greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Nánast allar hafa farið í aðra skoðun eða bókað tíma.