Má heita Agok en ekki Theadór

Mannanafnanefnd afgreiðir umsóknir mánaðarlega.
Mannanafnanefnd afgreiðir umsóknir mánaðarlega. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héðan í frá má bera karl­manns­nöfn­in Leo­nel, Virgil, James, Klett­ur og Morten, eft­ir úr­sk­urð manna­nafna­nefnd­ar þann 21. sept­em­ber síðastliðinn. Þeir sem vilja aft­ur á móti nefna son sinn Thea­dór eða dótt­ur sína Ivy þurfa hins veg­ar að hugsa dæmið upp á nýtt.

Nefnd­in mat það enda svo að Thea­dór sé hvorki í al­mennu sam­ræmi við ís­lensk­ar rit­regl­ur né hef­ur unn­ist sér­stök hefð fyr­ir þess­um sér­staka rit­hætti. Fyr­ir nafn­inu Ivy er enn síður hefð í ís­lensku máli og rit­hátt­ur­inn fell­ur sömu­leiðis ekki að al­menn­um rit­regl­um.

Í stað Ivy mætti þó hug­leiða nafnið Agok, sem héðan í frá er gott og gilt stúlk­u­nafn, sem beyg­ist við fyrstu sýn eins og Eik. Þá má nú nefna stúlk­ur Sofiu, Ragný og Dyljá, enda þótti þetta ým­ist falla vel að mál­inu eða í það minnsta vera orðið að hefð í viss­um skiln­ingi. 

Tvö mill­i­nöfn voru síðan heim­iluð í þess­ari um­ferð, Kald­dal og Óldal, sem þó er til­tekið að séu ekki ætt­ar­nöfn í skiln­ingi lag­anna. Þó er til ætt­ar­nafnið Kal­dal. Mill­i­nöfn lúta nokkuð ólík­um regl­um sam­an­borið við eig­in­nöfn og mega til dæm­is ekki hafa hefðbundna nefni­fallsend­ingu.

Lesa má nán­ari rök­stuðning fyr­ir hverj­um og ein­um úr­sk­urði hér á þess­um mála­lista.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert