Mistök í brjóstaskoðun líka til skoðunar

Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Sævar Þór Jónsson lögmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögmaður nokk­urra kvenna sem fengu ranga niður­stöðu úr leg­háls­skimun frá Krabba­meins­fé­lagi Íslands hef­ur einnig fengið inn á borð til sín mál sem varðar mögu­leg mis­tök í brjósta­skoðun hjá fé­lag­inu. Hann hyggst vísa 10 mál­um sem snúa að Krabba­meins­fé­lag­inu til embætt­is land­lækn­is að óbreyttu. 

Lögmaður­inn, Sæv­ar Þór Jóns­son, hef­ur fengið fleiri mál sem varða Krabba­meins­fé­lagið inn á borð til sín á síðustu dög­um. Flest mál­anna sem um ræðir eru vegna mistaka í leg­háls­skimun. Eitt þeirra er þó frá­brugðið og snýr að mis­tök­um við brjósta­skoðun. Sæv­ar get­ur ekki tjáð sig frek­ar um það mál að svo stöddu. 

„Það er til skoðunar. Það sem kannski vek­ur at­hygli mína er að það virðast vera brota­lam­ir á ýms­um sviðum þarna inn­an dyra sem snúa að starf­semi Krabba­meins­fé­lags­ins en ég get ekk­ert full­yrt um það. Það eru ein­fald­lega fleiri mál sem eru til skoðunar er varða brjósta­skoðun.“

Verður farið í skaðabóta­mál í öll­um til­vik­um? 

„Í ein­hverj­um þess­ara mála verður klár­lega farið í skaðabóta­mál. Það er búið að til­kynna það en það er ekki ljóst í öll­um til­vik­um.“

Krabba­meins­fé­lagið ekki orðið við beiðni vegna álags

Er Krabba­meins­fé­lagið búið að vera sam­starfs­fúst? 

„Ég get ekki full­yrt um það. Við höf­um verið að beina sam­skipt­um okk­ar til land­læknisembætt­is­ins. Við höf­um líka verið að kalla eft­ir gögn­um frá Krabba­meins­fé­lag­inu og fé­lagið hef­ur sagst ekki geta orðið við beiðni okk­ar vegna álags. Við erum að reka á eft­ir því. Við höf­um líka verið í sam­skipt­um við trygg­inga­fé­lag Krabba­meins­fé­lags­ins vegna máls­ins,“ seg­ir Sæv­ar.

Á þessu stigi get­ur Sæv­ar ekki staðfest hvort Krabba­meins­fé­lagið hafi viður­kennt mis­tök í fleiri mál­um en einu. Eins og áður hef­ur komið fram viður­kenndi Krabba­meins­fé­lagið mis­tök í máli konu sem fékk ranga niður­stöðu úr leg­háls­skimun og glím­ir við ólækn­andi krabba­mein.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá embætti land­lækn­is hafa fjög­ur mál borist til embætt­is­ins vegna Krabba­meins­fé­lags Íslands. Þau verða öll tek­in til skoðunar. Ekki ligg­ur enn fyr­ir hvaða sér­fræðing­ar verða fengn­ir að utan til að sinna þessu verk­efni, en það fer von­andi að skýr­ast.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert