Jarðskjálftinn fannst á Ísafirði

Jarðskjálftinn fannst alla leið inn á Ísafjörð.
Jarðskjálftinn fannst alla leið inn á Ísafjörð.

Stór jarðskjálfti sem reið yfir landið klukkan 13.43 í dag fannst alla leið inn á Ísafjörð. Skjálftaupptökin voru 3,9 km vestnorðvestan af Krýsuvík og var 5,6 að stærð. Ljóst er að skjálftinn náði langt en töluverð vegalengd er frá skjálftaupptökum á Ísafjörð.

„Fólkið hérna á skrifstofunni fann hann mjög vel og greinilega,“ segir Birgir Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði í samtali við mbl.is. Hann kvaðst þó ekki hafa fundið fyrir skjálftanum sjálfur.

Rólað mjúklega

Gunnar var í miðju símtali við starfsmann samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þegar skjálftinn reið yfir. „Viðmælandinn minn bara hrópaði upp þegar ósköpin dundu yfir.“

Birgir er frá Siglufirði og segist vanur að finna mun öflugri skjálfta en segir mjög óvanalegt að finna skjálfta fyrir vestan.

Marzellíus Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi á Ísafirði sagðist hafa fundið vel fyrir skjálftanum. 

„Leit út eins og manni færi allt í einu að svima og svo fannst mér ég bara halla til hægri og vinstri eða róla aðeins einhvernveginn.“ 

Marzellíus sagði skjálftann ekki hafa verið mjög harðan heldur eins og hann hafi rólað mjúklega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert