Segir ólíklegt að eldgos komi í kjölfar skjálftans

Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, fann vel fyrir skjálftanum stóra.
Dr. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, fann vel fyrir skjálftanum stóra. mbl.is/Golli

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ólíklegt að eldgos verði í kjölfar jarðskjálftans stóra sem reið yfir í dag.

Skjálftinn í dag var af tegundinni „strike-slip“.
Skjálftinn í dag var af tegundinni „strike-slip“. Ljósmynd/USGS

„Þetta er svokallaður „strike-slip“, þar sem flekarnir strjúkast hvor með öðrum, svo það gefur ekki til kynna neina opnun þannig séð,“ segir Ármann í samtali við mbl.is. Hann segir stærstu jarðskjálftana einmitt vera þegar flekahliðarnar strjúka hvor aðra.

„Svo vitum við ekkert hvað gerist, það losnar náttúrlega mikil spenna því það er hver skjálftinn á fætur öðrum,“ segir hann. „Hvar það endar vitum við svo sem ekki.“

Fannstu fyrir skjálftanum sjálfur?

„Já, ég hef ekki fundið jafnsterkan skjálfta áður. Svo heyrir maður í hinum [eftir]skjálftunum,“ segir Ármann, sem býr í Garðabæ. „Það var mikil hreyfing.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert