„Það hristist allt úr hillunum“

Jarðskjálftinn sem varð skammt frá Kleifarvatni í dag skók höfuðborgarsvæðið rækilega enda var hann 5,6 stig. Þá féllu meðal annars vörur úr hillum verslana á höfuðborgarsvæðinu og sést meðal annars á meðfylgjandi myndskeiði hvernig ástandið var í Krónunni á Granda í Reykjavík í kjölfar skjálftans.

Erna Guðrún Sigurðardóttir.
Erna Guðrún Sigurðardóttir. Ljósmynd/Aðsend

„Það hristist allt úr hillunum og heyrðust brothljóð út um allt,“ segir Erna Guðrún Sigurðardóttir í samtali við mbl.is. „Það voru greinilega flestir í áfalli, en engin öskur eða neitt svoleiðis – en ég fór í algjört panikk og vissi ekkert hvað ég ætti að gera.“

„Allir fóru strax að reyna að hringja, sumir drifu sig út. Starfsfólkið var í sjokki,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert