Almannavarnir í viðbragðsstöðu

Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í gær.
Frá samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í gær. Ljósmynd/Lögreglan

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist stöðugt með ástandinu hvað varðar jarðhræringar í kjölfar skjálfta að stærð 5,6 sem mældist á Reykjanesskaga um miðjan daginn í gær. Hópur frá Veðurstofu Íslands fer í dag að mæla gas í ná­grenni Græna­vatns á Núpstaðahálsi en tilkynningar bárust af því í gær að aukin gaslykt væri á svæðinu.

Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í kjölfar skjálftans en hún er ekki virk sem stendur. Almannavarnir eru þó í viðbragðsstöðu og fylgjast vel með þróun mála, samkvæmt Jóhanni K. Jóhanssyni samskiptastjóra almannavarnardeildar. 

Engar tilkynningar um alvarlegt tjón hafa borist, einungis tilkynningar um að hlutir hafi fallið úr hillum og myndir af veggjum, eins og greint var frá í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert