Guðmundur Andri vill halda áfram á þingi

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst gefa kost á sér til áfram­hald­andi þing­mennsku næsta haust.

Guðmundur var í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2017 og er fjórði þingmaður kjördæmisins. Hann er enn fremur eini þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi.

Þingmaðurinn greinir frá því á Facebook að það sé ljúft að geta þess að hann sé til í að gefa aftur kost á sér á þing og taka þátt í að leiða til valda nýja umbótastjórn.

Reyndar sé það ekki undir honum komið, heldur ákveði félagar hans í kjördæminu það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka