Vilja að sama gildi um rafskútur og almenningssamgöngur

Rafskútur sem eru til leigu í Reykjavík eru komnar yfir …
Rafskútur sem eru til leigu í Reykjavík eru komnar yfir 1.100. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsvarsmaður Hopp mobility, einnar af rafskútuleigunum sem starfræktar eru á höfuðborgarsvæðinu, mun í dag mæta fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem rætt verður um skilgreiningu deiliörflæðis sem almenningssamgangna í virðisaukaskattslögum.

Í tilkynningu frá félaginu segir að það heiti því að ef virðisaukaskattur verði felldur niður af leigugjöldum fyrir veitta þjónustu muni fyrirtækið lækka verðskrá sína sem nemur virðisaukaskattinum. Vegna þessa mun fyrirtækið einnig veita sambærilegan afslátt af þjónustunni í dag, eða 19,35% afslátt.

Í september var Hopp með um 300 skútur í útleigu á höfuðborgarsvæðinu, en fjöldi rafskúta er nú yfir 1.100 líkt og mbl.is fjallaði um hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert