Mál Geymslna fer fyrir Hæstarétt

Mikið tjón varð þegar húsnæði Geymslna brann árið 2018.
Mikið tjón varð þegar húsnæði Geymslna brann árið 2018. mbl.is/Eggert

Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni vegna máls Geymslna, sem sýknaðar voru af skaða- og miskabótakröfum vegna eldsvoða í Miðhrauni í Garðabæ árið 2018 fyrir héraðsdómi og síðar fyrir Landsrétti.

Geymslur voru sóttar til saka af nokkrum viðskiptavinum vegna tjóns sem þeir hlutu af brunanum og töldu Geymslur skaðabótaskyldar, en Geymslur báru fyrir sig að um væri að ræða húsaleigusamning (lög nr. 36/1994) en ekki samning um geymslu á lausafjármunum (lög nr. 42/2000).

Hæstiréttur samþykkir málskotsbeiðnina á þeim grundvelli að dómur í því geti haft fordæmisgildi um hvort geymsla á búslóðum falli undir gildissvið laga um húsaleigusamninga eða laga um geymslu á lausafjármunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert