16 ára fangelsi fyrir morð í Úlfársárdal

Frá vettvangi í desember 2019.
Frá vettvangi í desember 2019. mbl.is/Alexander Gunnar

Arturas Leimontas var í morgun dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa kastað kastað öðrum manni fram af svöl­um í Úlfarsár­dal í Reykja­vík í desember 2019 með þeim afleiðingum að hann lést. 

Greint er frá þessu á vef RÚV.

Leimontas er 51 árs gam­all og frá Lit­há­en en hann er bú­sett­ur hér­lend­is. Sá sem lést, Eg­idijus Buz­leis, var einnig frá Litháen og búsettur hér á landi.

Afar um­fangs­mik­il rann­sókn var gerð á mál­inu en lög­regla sviðsetti til að mynda vett­vang­inn að viðstödd­um verk­fræðipró­fess­or og fleir­um og kastaði brúðu í manns­líki, sem líkt­ist Buzleis að hæð og þyngd, úr sömu hæð og fram af jafn háu hand­riði.

At­b­urðarás­in var tek­in upp með fjór­um mynda­vél­um sam­tím­is. Niðurstaða sér­fræðinga var sú að Buzleis hafi senni­lega verið kastað eða hrint af afli fram af svöl­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert