Skotárásir tengist aukinni hörku

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, segir skotárásir tengdar stjórnmálafólki dæmi um auknu hörku í stjórnmálaumræðu í kjölfar hrunsins. Of algengt sé að fólk trúi því að kjörnir fulltrúar séu í stjórnmálum af annarlegum hvötum. Öryggisgæsla hefur verið efld í Ráðhúsinu í ljósi atburða síðustu daga og Pawel hefur verið falið að fara betur yfir stöðu öryggismála með borgarritara og lögreglunni.

„Í mínum störfum[í stjórnmálum] hef ég upplifað að fólk trúi ekki að fólks sé að helga sig þessum störfum á réttum forsendum,“ segir Pawel og á við tortryggni sem hann segir algenga gagnvart kjörnum fulltrúum.

Í myndskeiðinu er rætt við Pawel að loknum fundi forsætisnefndar borgarráðs í dag þar sem sameiginleg bókun allra borgarstjórnarflokka var undirrituð.

Hann fagnar þeirri viðleitni Sjálfstæðismanna um að varborgarfulltrúinn Ólaf­ur Guðmunds­son verði látinn víkja úr skipulags- og samgönguráði, öldungaráði og innkaupa- og framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka