Varaborgarfulltrúa hótað

Ráðhús Reykjavíkurborgar.
Ráðhús Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarfulltrúar lýsa yfir áhyggjum vegna stöðu mála eftir að Baldri Borgþórssýni, varaborgarfulltrúa Miðflokksins, var hótað.  Í kjölfar hótananna var Ráðhús Reykjavíkur vaktað af lögreglu meðan borgarstjórnarfundur stóð yfir í fyrradag.  

Þá mun maðurinn sem áreitti Baldur vera sá sami og er sakaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra og höfuðstöðvar nokk­urra stjórn­mála­flokka.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis er hvorki búið að handtaka manninn né yfirheyra hann vegna málsins.

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðið haust.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur síðastliðið haust. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, borgarfulltrúa vera áhyggjufulla vegna málsins. Þá hafi borgarfulltrúar ekki einungis áhyggjur af þeim sjálfum heldur hafi þeir einnig áhyggjur af fjölskyldum þeirra og samstarfsmönnum.

Marta sagði atvik eins og þessi kalla á frekari aðgerðir og að minnihlutinn hafi nú þegar óskað eftir því að lögreglan mæti á næsta fund forsætisnefndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert