Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fordæmir árás á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka.
Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar fyrir tæpum tveimur vikum og á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir utan heimili hans aðfaranótt fimmtudags.
„Á Íslandi eigum við að njóta þess að búa í öruggu og öfgalausu samfélagi. Árásir eins og þessar eru ekki bara árásir á fólk heldur líka lýðræðið og það getum við aldrei liðið hér á landi,“ segir í tilkynningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.