Gæsluvarðhald vegna skotárása framlengt

Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku.
Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæsluvarðhald yfir karlmanni vegna rannsóknar á skotárásum á bifreið borgarstjóra og á skrifstofuhúsnæði Samfylkingarinnar hefur verið framlengt til klukkan 16 á föstudaginn. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Maðurinn, sem er um sextugt, var handtekinn um helgina og úrskurðaður í gæsluvarðhald sem átti að renna út í dag en það hefur nú verið framlengt.

Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku, og á bif­reið Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra fyr­ir utan heim­ili hans aðfaranótt fimmtu­dags.

Annar karlmaður hefur réttarstöðu sakbornings í málinu en hann hefur ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka