Fyrrverandi lögreglumaður í haldi vegna skotárásar

Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku.
Skotið var á skrif­stof­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir rúmri viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar um síðustu helgi er fyrrverandi lögreglumaður. 

Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Segir þar að maðurinn hafi hlotið átján mánaða fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum árið 2003, en fengið uppreist æru árið 2010. Árið 2017 hafi brotaþolar hans stigið opinberlega fram og tekið þátt í mikilli þjóðfélagsumræðu um uppreist æru.

Maðurinn var á laugardaginn úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna af dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Úrskurðurinn var framlengdur til klukkan 16 á föstudag í gær, og þá einnig á þeim grundvelli að maðurinn teljist hættulegur.

Annar maður var handtekinn vegna málsins um miðja síðustu viku en hann hefur verið látinn laus úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka