Sundabrú hafi óveruleg áhrif á Eimskip

Eimskipafélaginu líst vel á tillögurnar.
Eimskipafélaginu líst vel á tillögurnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Eimskipa, segir fyrirhugaða Sundabrú hafa óveruleg áhrif á starfsemi félagsins, þar sem hún muni liggja innan við athafnasvæði fyrirtækisins.

„Okkur líst vel á þessar tillögur, teljum þær skynsamlegar og að þær þjóni hagsmunum samfélagsins vel,“ segir Edda Rut í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Starfshópur um Sundabraut ­leitaði umsagnar stjórnenda Eimskipa, sem hafi þá hitt hópinn og gert grein fyrir sjónarmiðum fyrirtækisins.

„Þá horfum við jákvæðum augum á að það er talið mikilvægt að bæta umferðartengingar til og frá hafnarsvæðinu samhliða brúarframkvæmdunum,“ segir Edda Rut.

Mismikil áhrif

Ekki eru þó allir hagsmunaaðilar á sama máli um möguleg áhrif framkvæmdanna.

„Þetta hefur veruleg áhrif á okkar starfsemi og er mikið rask,“ segir Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa í Morgunblaðinu í dag.

Það sem var sagt í tilkynningu um að það væru ekki stórvægilegar athugasemdir frá hagsmunaaðilum er bara ekki rétt.“

Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert