Seinagangur og ógreind sýni

Krabbameinsfélagið. Valgerður segir félagið enn málsvara fólks.
Krabbameinsfélagið. Valgerður segir félagið enn málsvara fólks. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmargar konur sem finna fyrir verkjum eða vilja af öðrum ástæðum komast í legháls- eða brjóstaskimun hér á landi virðast eiga erfitt með að komast að.

Ástæðan þar að baki er flutningur skimunar nú um áramótin frá Krabbameinsfélaginu til hins opinbera. Brjóstaskimanir hafa færst yfir til Landspítalans og leghálsskimanir til heilsugæslunnar.

Að sögn Valgerðar Sigurðardóttur, læknis og formanns Krabbameinsfélagsins, hafa konur haft samband við samtökin og lýst yfir áhyggjum af ástandinu. Þannig virðist sem seinagangur einkenni flutninginn. „Við höfum verið að heyra þetta. Það virðist sem þetta hafi ekki gengið allt samkvæmt skipulagi,“ segir Valgerður.

Segir hún að ferlið sé umtalsvert flóknara en heilbrigðisráðuneytið gerði sér grein fyrir. Svandís Svavarsdóttir, ráðherra heilbrigðismála, hefur beitt sér ötullega fyrir því að færa skimun á krabbameini frá Krabbameinsfélaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert