Þór fékk heiðursheimahöfn

Þór í sinni heiðursheimahöfn á Þórshöfn.
Þór í sinni heiðursheimahöfn á Þórshöfn. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Varðskipið Þór eignaðist í gær heiðursheimahöfn á Þórshöfn og þykir það vel við hæfi að skipið eigi þar hafnarskjól, þar sem bæði skipið og höfnin eru nefnd eftir hinu forna goði Þór, eins og segir í samþykkt hafnarstjórnar Þórshafnar.

Jónas Egilsson hafnar- og sveitarstjóri, afhendir skipherranum Páli Geirdal skjal …
Jónas Egilsson hafnar- og sveitarstjóri, afhendir skipherranum Páli Geirdal skjal þess efnis að Þórshöfn sé heiðursheimahöfn Þórs.

Þessu fylgir einnig að Þór verður undanþeginn hafnargjöldum vegna heimsókna varðskipsins til Þórshafnar.

Jónas Egilsson sveitarstjóri í Langanesbyggð sagði að þessi hugmynd forsvarsmanna sveitarfélagsins hefði mælst vel fyrir og fengið einróma samþykki hafnarstjórnar, sem og hjá yfirstjórn Landhelgisgæslu og varðskipsins Þórs.

Varðskipið við bryggju í heiðursheimahöfn. Þórsnes SH í bakgrunni.
Varðskipið við bryggju í heiðursheimahöfn. Þórsnes SH í bakgrunni. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Formleg móttaka var haldin í gær um borð í Þór að viðstöddum fulltrúum sveitarstjórnar og tók Páll Geirdal skipherra þar á móti skriflegri samþykkt hafnarstjórnar varðandi þessa ákvörðun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert