Týr mun sigla á ný

Týr var tekinn á land í vikunni og unnið er …
Týr var tekinn á land í vikunni og unnið er að viðgerð á skipinu.Týr mun sigla á ný. mbl.is/sisi

Varðskipið Týr var tekið upp í Slippinn í Reykjavík á ný í vikunni. Þar var skiptiskrúfuvél sett um borð og skrúfan sett aftur á skipið.

Um bráðabirgðaviðgerð er að ræða en vitað er um marga aðra veikleika í skipinu sem komnir eru á tíma, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Ásgeir segir að ef prófanir gangi vel sé gert ráð fyrir að Týr haldi til eftirlits við landið í næstu viku.

Týr var tekinn upp í slipp í janúar sl. til viðhalds og viðgerða. Í ljós kom að staðan var alvarlegri en í fyrstu var talið. Í ljós kom m.a. að ekki verður unnt að nota aðra aðalvél skipsins.

Tekin var ákvörðun um að skipið verði lagað til bráðabirgða svo það geti að einhverju leyti gagnast í sumar meðan beðið er eftir varðskipinu Freyju. Þá er einnig ljóst að skipið verður ekki notað yfir vetrarmánuðina. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert