Karlmaður á þrítugsaldri var í dag, í Héraðsdómi Reykjaness, úrskurðaður í áframhaldandi átta vikna farbann eða til 2. júlí, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn er sakborningur í rannsókn á manndrápi í Kópavogi í byrjun síðasta mánaðar.
Farið var fram á áframhaldandi farbann yfir manninum í þágu rannsóknar málsins.
Rannsókn málsins miðar vel að því er fram kemur í yfirlýsingu frá lögreglu en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.