Milduðu dóm vegna manndráps af gáleysi

Daníel fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í Kópavogi.
Daníel fannst látinn utan við íbúð í Vindakór í Kópavogi. mbl.is/Árni Sæberg

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitru Calin, rúmenskum karlmanni á þrítugsaldri, sem hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs dóm í héraði fyrir manndráp af gáleysi og fleiri brot. Var það vegna andláts Daníels Eiríkssonar sem lést eftir að hann hafði dregist með bíl Calins í í um 14 metra, en Calin ók bílnum á 15-20 metra hraða á bílastæði við Vindakór í Kópavogi.

Héraðsdómur hafði hins vegar sýknað Calin af hættubroti um að hafa ekki komið Daníel til bjargar eða yfirgefið hann í lífshættulegu ástandi. Taldi héraðsdómur að fyrra brotið hefði tæmt tök gagnvart hættubrotsákvæðinu.

Ákæruvaldið vildi að Landsréttur myndi endurskoða þessa niðurstöðu.Var niðurstaða réttarins að um manndráp af gáleysi væri að ræða og að ekki væri gálausu viðbrögðin hefðu helgast af nauðvörn líkt og Calin hélt fram. Landsréttur taldi hins vegar að sekt undir þessum lið leysti Calin ekki undan refsiábyrgð um hættubrotið og var hann jafnframt sakfelldur fyrir það.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Landsréttar taldi rétturinn rétt að milda dóm Calins úr þriggja og hálfs árs fangelsi í tvö ár og til að greiða málskostnað og miskabætur sem höfðu verið ákveðnar í héraði.

Fyr­ir héraðsdómi sagði Cal­in að hann þeir Daní­el hefðu mælt sér mót til þess að eiga í fíkni­efnaviðskipt­um. Cal­in vissi ekki að Daní­el væri maður­inn sem hann myndi hitta og öf­ugt. Að sögn Cal­ins höfðu þeir áður átt í hörðum deil­um og því hafi hann orðið hrædd­ur þegar hann hitti Daní­el. Sá hafi haft í hót­un­um við Cal­in og reynt að kom­ast inn í bíl hans. Í kjöl­farið flúði Cal­in af vett­vangi með Daní­el hald­andi í opna rúðu við bíl­stjóra­sætið. Cal­in keyrði á um 15 til 20 kíló­metra hraða út af bíla­plan­inu og Daní­el dróst þannig eða hljóp með bíln­um að minnsta kosti 13,9 metra, að því er fram kem­ur í dómn­um. Í kjöl­farið ók Cal­in af vett­vangi án þess að at­huga með ástand Daní­els sem hafði fallið í jörðina. Hann lést á sjúkra­húsi dag­inn eft­ir vegna höfuðáverka.

Héraðsdóm­ur dró ekki í efa að Cal­in hefði orðið hrædd­ur við Daní­el en að Cal­in hefði mátt vera ljóst að hann stofnaði Daní­el í stór­hættu með at­hæf­inu. Þá var sömu­leiðis bent á að ekk­ert hafi komið fram um að Daní­el hefði borið á sér hættu­lega hluti, að at­vikið hafi orðið að morgni fyr­ir utan fjöl­býl­is­hús og Cal­in hefði því getað kallað á hjálp ef Daní­el hefði veist að hon­um. Í dómn­um seg­ir að viðbrögð Cal­ins hafi verið tölu­vert harka­legri en efni voru til.

Ásamt fang­elsis­vist­inni var Cal­in gert að greiða for­eldr­um Daní­els þrjár millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur, rúma millj­ón króna í út­far­ar­kostnað og 700 þúsund krón­ur í máls­kostnað. Cal­in var einnig dæmd­ur fyr­ir nokk­ur fleiri brot, m.a. fjár­svik og akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert