Skotmálið á borði ákærusviðs

Skotið var að skrifstofu Samfylkingarinnar á svipuðum tíma og skotið …
Skotið var að skrifstofu Samfylkingarinnar á svipuðum tíma og skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóta Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Núna þarf að fara í gegnum öll gögnin og meta það hlutrænt hvort að tilefni sé til að gefa út ákæru, rannsaka málið frekar eða fella það niður,“ segir Anna Barbara Andradóttir, saksóknari í samtali við mbl.is. 

Anna er saksóknari í málinu sem hún fékk nýlega á sitt borð.  Hún gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir innan fárra daga. 

Anna staðfestir að rannsóknin snúist einungis að einum aðila. 

Maður­inn, sem var hand­tek­inn og hefur stöðu sakbornings fyr­ir að hleypa af byssu á bíl Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra, hefur neitað sök í mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka