Kringlumýrarbraut malbikuð á morgun

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir til klukkan 16.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir til klukkan 16. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að malbika akrein á Kringlumýrarbraut milli Nýbýlavegar og Bústaðavegar á morgun. Akreininni verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og verður hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæði.

Áætlað er að framkvæmdirnar á Kringlumýrarbraut standi frá klukkan 9:00 til 16:00.

Þá stendur einnig til að fræsa akrein á Suðurlandsvegi hjá Olís við Rauðavatn sama dag frá klukkan 9:00 – 15:00.

Þetta segir í tilkynningu frá Colas Ísland, verktakanum sem stendur fyrir framkvæmdunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka