MDE vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu Hauck og Aufhauser að einkavæðingu Búnaðarbankans. 

Dómstóllinn féllst ekki á að umgjörð og málsmeðferð rannsóknarnefndarinnar gæti talist hafa verið sakamálameðferð. Telji Ólafur að vegið hafi verið að æru hans í skýrslunni þurfi að leysa úr því fyrir íslenskum dómstólum. 

Ólafur kærði málsmeðferð rannsóknarnefndarinnar eftir að skýrsla nefndarinnar kom út árið 2017 og færði þar rök fyrir því að umgjörð og málsmeðferð RNA hefði í raun falið í sér saka­mál á hend­ur hon­um og jafn­gilt refs­ingu án þess að hann hafi notið nokk­urra þeirra rétt­inda sem fólk sem borið er sök­um á að njóta og er grund­völl­ur rétt­ar­rík­is­ins. Taldi hann einnig að niðurstaða skýrslunnar hafði falið í sér refsingu. 

Í niðurstöðu sinni komst rannsóknarnefndin að því að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser var aldrei í reynd fjár­fest­ir í Búnaðarbank­an­um þegar 45,8% hlut­ur rík­is­ins í hon­um var seld­ur í janú­ar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upp­hafi. Var það af­drátt­ar­laus niðurstaða rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is að stjórn­völd hafi skipu­lega verið blekkt í aðdrag­anda og kjöl­far söl­unn­ar.

Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert