Miklar drunur á Suðurlandi

Drunurnar heyrðust meðal annars á Selfossi.
Drunurnar heyrðust meðal annars á Selfossi.

Mikl­ar drun­ur mátti heyra víða á Suður­landi nú und­ir miðnætti. Hef­ur Veður­stof­an þegar fengið nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir þessa efn­is.

Birta Líf Krist­ins­dótt­ir, veður­fræðing­ur á vakt, seg­ir í sam­tali við mbl.is að verið sé að kanna hvað hafi valdið þess­um drun­um.

Ekki sé um að ræða neins kon­ar þrumu­veður.

„Það eru enn eng­ar fast­mótaðar kenn­ing­ar á lofti,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Við höf­um ekk­ert í hönd­un­um til að halda neinu fram.“

Varðst þú var við drun­urn­ar?

Sam­kvæmt þeim til­kynn­ing­um sem borist hafa mbl.is heyrðust drun­urn­ar meðal ann­ars við Efsta­dals­fjall, á Laug­ar­vatni, á Sel­fossi, skammt frá Geysi í Hauka­dal, í Þykkvabæ, á Flúðum, í Mos­fells­bæ, í Þor­láks­höfn, í Hafnar­f­irði og á fjall­inu Þor­birni.

Ef les­end­ur urðu var­ir við drun­urn­ar þá vilj­um við gjarn­an fá að vita hvar þeir voru auk nán­ari lýs­inga á hljóðunum. Hafa má sam­band í gegn­um net­fangið net­frett@mbl.is.

Upp­fært:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert