Miklar drunur á Suðurlandi

Drunurnar heyrðust meðal annars á Selfossi.
Drunurnar heyrðust meðal annars á Selfossi.

Miklar drunur mátti heyra víða á Suðurlandi nú undir miðnætti. Hefur Veðurstofan þegar fengið nokkrar fyrirspurnir þessa efnis.

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á vakt, segir í samtali við mbl.is að verið sé að kanna hvað hafi valdið þessum drunum.

Ekki sé um að ræða neins konar þrumuveður.

„Það eru enn engar fastmótaðar kenningar á lofti,“ segir hún og bætir við: „Við höfum ekkert í höndunum til að halda neinu fram.“

Varðst þú var við drunurnar?

Samkvæmt þeim tilkynningum sem borist hafa mbl.is heyrðust drunurnar meðal annars við Efstadalsfjall, á Laugarvatni, á Selfossi, skammt frá Geysi í Haukadal, í Þykkvabæ, á Flúðum, í Mosfellsbæ, í Þorlákshöfn, í Hafnarfirði og á fjallinu Þorbirni.

Ef lesendur urðu varir við drunurnar þá viljum við gjarnan fá að vita hvar þeir voru auk nánari lýsinga á hljóðunum. Hafa má samband í gegnum netfangið netfrett@mbl.is.

Uppfært:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert