Engin svör hjá Veðurstofunni: „Óþægileg staða“

Veðurstofan er á vaktinni í nótt eins og alla jafna.
Veðurstofan er á vaktinni í nótt eins og alla jafna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er bara dá­lítið sér­stakt, við erum ekki kom­in með neinn botn í málið,“ seg­ir Sig­ur­dís Björg Jón­as­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stof­unni, í sam­tali við mbl.is.

Til umræðu eru drun­urn­ar sem virðast hafa heyrst víða á Suður- og Suðvest­ur­landi seint í kvöld.

„Þetta veld­ur mér pínu­litlu hug­ar­angri, það er óþægi­leg staða að vera hérna á vakt­inni og hafa eng­in svör,“ seg­ir Sig­ur­dís.

„Ég er í raun­inni bara að renna yfir öll mín mæli­tæki reglu­lega og oft í nótt. Og það er það eina sem ég get gert.“

Tal­ar um högg á hús­in

Fjöldi til­kynn­inga hef­ur borist mbl.is frá fólki sem heyrði drun­urn­ar og seg­ir Sig­ur­dís að gripið hafi verið til þess ráðs að biðja lög­regl­una á Suður­landi að svip­ast um, til að at­huga hvort hún sæi nokkuð.

Veður­stof­unni hafa einnig borist nokkr­ar til­kynn­ing­ar.

„Við erum búin að fá þrjár til­kynn­ing­ar, en þetta eru til­kynn­ing­ar um drun­ur og ekki beint skjálfta. Fólk tal­ar um högg á hús­in en ekki beint titr­ing. Þungt högg en ekki skjálfta og titr­ing.“

Hún velt­ir því fyr­ir sér hvort hljóðmúr­inn hafi verið rof­inn yfir land­inu og hvort loftið í kvöld hafi borið hljóð bet­ur en venju­lega.

„Við erum búin að vera að renna í gegn­um mynda­vél­ar Vega­gerðar­inn­ar og það er ekk­ert á okk­ar mæl­um. Við erum í raun bara að bíða eft­ir því að ein­hver sjái eitt­hvað.“

Yf­ir­leitt hægt að finna skýr­ingu

Ef skjálft­ar taki að mæl­ast verði gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana.

„Við erum búin að tala við al­manna­varn­ir og þær hafa heyrt í lög­regl­unni og svo fram­veg­is.“

Hef­ur nokkuð annað eins átt sér stað áður? Að fólk til­kynni eitt­hvað á borð við þetta en að ekk­ert mæl­ist?

„Ekki svona mikið, nei. Ég hef al­veg fengið til­kynn­ing­ar um drun­ur en þá er yf­ir­leitt hægt að finna skýr­ingu á því, skjálfti eða skriða eða eitt­hvað slíkt.“

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert