Frásagnir af drununum hrannast inn

Íbúar á Selfossi voru á meðal þeirra sem fundu vel …
Íbúar á Selfossi voru á meðal þeirra sem fundu vel fyrir drununum. Morgunblaðið/Baldur

Les­end­ur mbl.is hafa í dag sent frétta­stofu mik­inn fjölda frá­sagna af drun­um sem fund­ust víða á Suður- og Suðvest­ur­landi seint í gær­kvöldi og er ljóst að mörg­um hef­ur brugðið og for­vitni annarra hef­ur vaknað. Marg­ir fengu á til­finn­ing­una að um spreng­ingu væri að ræða eða drun­ur á und­an jarðskjálfta. Ekki er út­lit fyr­ir að svo hafi verið. 

„Þær stóðu yfir í stutt­an tíma eins og jarðskjálfta­drun­ur,“ seg­ir Mar­grét Guðrún Jóns­dótt­ir sem stödd var rétt hjá Skál­holti þegar hún varð vör við drun­urn­ar.

Ágúst Páls­son var stadd­ur við Vörðufell, nærri Sel­fossi, þegar drun­urn­ar heyrðust og fundu marg­ir fyr­ir þeim þar.

Fugl­arn­ir þögnuðu

Sunna Lind var ásamt fjöl­skyldu sinni í búsað að hlusta á fugla­söng­inn þegar hún heyrði há­væra drunu. „[Ég] sá ekk­ert á himn­in­um, fugl­arn­ir þögðu eft­ir hljóðið í a.m.k. 30 sek­únd­ur,“ seg­ir Sunna.

Már Guðna­son, sem stadd­ur var á Kirkju­lækj­ar­koti í Fljóts­hlíð, heyrði í drun­un­um og lýs­ir þeim sem hvelli, eins og eitt­hvað stórt hefði dottið. 

Ragn­heiður Blön­dal, sem bú­sett er á Sel­fossi, heyrði líka í drun­un­um. „Okk­ur fannst þetta hljóma eins og spreng­ing og síðan kom ör­lít­ill „hrist­ing­ur“ í kjöl­farið,“ seg­ir Ragn­heiður.

Embla Rún Björns­dótt­ir var stödd í Selja­hverf­inu í Breiðholti og hélt að drun­urn­ar væru ein­hvers kon­ar þrum­ur. 

Klass­ísk tónlist og drun­ur

Hrafn­kell Karls­son var á göngu­stígn­um hjá Ástjörn í Hafnar­f­irði þegar hann heyrði í drun­un­um. 

„Ég hélt fyrst að það væri bíl­slys í hverf­inu fyr­ir ofan mig en sá svo ekk­ert. Tók eft­ir að það var svan­ur á göngu­stígn­um sem lyfti upp höfðinu í for­vitni. Ég var einn þannig að ég gat ekki talað við ann­an um drun­urn­ar. Ég var með heyrn­ar­tól að hlusta á klass­íska tónlist en þrátt fyr­ir það heyrði ég skýrt þess­ar drun­ur,“ seg­ir Hrafn­kell.

Son­ur­inn hrökk upp

Anna Helga­dótt­ir heyrði í drun­un­um við Þing­valla­vatn. Hún seg­ir að þær hafi hljómað eins og ein­hvers kon­ar spreng­ing norðan við vatnið. 

Re­bekka Guðmunds­dótt­ir, íbúi í syðstu byggð Sel­foss, heyrði í drun­un­um rétt fyr­ir klukk­an 11 í gær­kvöldi. 

„Ég hélt að eitt­hvað hefði hrunið eða væri und­an­fari jarðskjálfta en svo gerðist ekk­ert. Ég lá með syni mín­um sem var að sofna, hann hrökk upp og spurði hvað þetta hefði verið. Við erum syðst í byggðinni á Sel­fossi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert