Tilkynning um blossa á himni rétt fyrir drunurnar

Frá Stokkseyri á Suðurlandi. Drunurnar fundust víða í landshlutanum.
Frá Stokkseyri á Suðurlandi. Drunurnar fundust víða í landshlutanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Líklegasta skýringin á drunum á Suðurlandi seint í gærkvöldi er sú að loftsteinn hafi brunnið hratt upp í lofthjúpnum. Veðurstofan fékk tilkynningu um blossa á himni rétt áður en drunurnar heyrðust.

Jarðskjálftamælingar á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan púls í gærkvöldi en ekki er um að ræða jarðskjálftabylgjur. Líklegra er að þetta sé þrýstingsbylgja í andrúmslofti eftir loftstein. Þetta kemur fram á facebooksíðu Veðurstofu Íslands.

Líklegast er að loftsteinninn hafa brunnið upp að öllu leyti í lofthjúpnum og því ekki náð til jarðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert