Tilkynning um blossa á himni rétt fyrir drunurnar

Frá Stokkseyri á Suðurlandi. Drunurnar fundust víða í landshlutanum.
Frá Stokkseyri á Suðurlandi. Drunurnar fundust víða í landshlutanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lík­leg­asta skýr­ing­in á drun­um á Suður­landi seint í gær­kvöldi er sú að loft­steinn hafi brunnið hratt upp í loft­hjúpn­um. Veður­stof­an fékk til­kynn­ingu um blossa á himni rétt áður en drun­urn­ar heyrðust.

Jarðskjálfta­mæl­ing­ar á Suðvest­ur­landi sýna mjög stutt­an púls í gær­kvöldi en ekki er um að ræða jarðskjálfta­bylgj­ur. Lík­legra er að þetta sé þrýst­ings­bylgja í and­rúms­lofti eft­ir loft­stein. Þetta kem­ur fram á face­booksíðu Veður­stofu Íslands.

Lík­leg­ast er að loft­steinn­inn hafa brunnið upp að öllu leyti í loft­hjúpn­um og því ekki náð til jarðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert