„Þetta var náttúrlega bara eitthvað súrrealískt“

Frá vinstri; Eiríkur Búi Halldórsson, Árni Freyr Sigurðsson og bræðurnir …
Frá vinstri; Eiríkur Búi Halldórsson, Árni Freyr Sigurðsson og bræðurnir Þórhallur Valur og Arnór Heiðar Benónýssynir. Ljósmynd/Aðsend

Ei­rík­ur Búi Hall­dórs­son stjórn­mála­fræðing­ur er stadd­ur í Mílanó þar sem allt ætlaði um koll að keyra í gær­kvöldi þegar Ítal­ía tryggði sér Evr­ópu­meist­ara­tit­ill­inn í knatt­spyrnu í úr­slita­leik gegn Englandi. 

Hann seg­ir að nokk­urra mín­útna al­sæla hafi gripið um sig meðal stuðnings­manna liðsins þegar Gi­anluigi Donn­ar­umma, markvörður Ítala, varði síðustu víta­spyrnu Eng­lend­inga frá hinum unga Bukayo Saka og tryggði Ítöl­um sig­ur. 

Eiríkur og félagar fögnuðu með innfæddum á Piazza del Duomo, …
Ei­rík­ur og fé­lag­ar fögnuðu með inn­fædd­um á Piazza del Duomo, torg­inu fyr­ir fram­an dóm­kirkj­una í Míl­an. Torgið var troðið og stemn­ing­in ólýs­an­leg, að sögn Ei­ríks. Ljós­mynd/​Aðsend

Tekið sem inn­fædd­um

Ei­rík­ur er í Mílanó ásamt þrem­ur vin­um sín­um. Þeir lentu á Ítal­íu í gær, klukku­stund fyr­ir leik, og þurftu því að hlaupa um göt­ur borg­ar­inn­ar í leit að sæt­um á ein­hverri kránni. Fyrst um sinn héldu Ítal­irn­ir að Ei­rík­ur og fé­lag­ar væru Bret­ar, en þegar þeir gerðu grein fyr­ir þjóðerni sínu og sögðust „auðvitað halda með Ítöl­um“ var þeim tekið sem inn­fædd­um. 

„Þetta var nátt­úr­lega bara eitt­hvað súr­realískt,“ seg­ir Ei­rík­ur við mbl.is, skilj­an­lega nokkuð timbraður. Hann kvaðst þó vera að „vinna í því“.

„Það var nátt­úr­lega ekk­ert eðli­lega mik­il stemn­ing. Lögg­an horfði á leik­inn með okk­ur meira að segja, enda var ástandið þannig að það var eins og ákveðið hefði verið að öllu veseni skyldi sleppt. Það voru bara all­ir svo glaðir.“

Svona var umhorfs í borginni Sorrento í suðvesturhluta Ítalíu í …
Svona var um­horfs í borg­inni Sor­rento í suðvest­ur­hluta Ítal­íu í gær­kvöldi. Það mætti halda að Ítal­ir hafi unnið eitt­hvað. Ljós­mynd/Þ​órir Odds­son

Kunna nú hvert orð í ít­alska þjóðsöngn­um

Ei­rík­ur og fé­lag­ar fögnuðu með Ítöl­um fram und­ir morg­un og þegar yfir lauk voru þeir bún­ir að læra ít­alska þjóðsöng­inn ut­an­bók­ar og voru þrem­ur ít­ölsk­um fán­um rík­ari. Þess­ari æv­in­týra­för þeirra drengja tek­ur enda á fimmtu­dag og seg­ir Ei­rík­ur að sæng­ur verði með öllu óþarfar þangað til.

„Ég svaf ekki með sæng í nótt, ég svaf með ít­alska fán­ann.“

Þegar mbl.is ræddi við Ei­rík var klukk­an nýorðin 12 á há­degi í Ítal­íu og mátti greina að borg­in lægi í ör­litl­um dvala eft­ir nótt­ina. 

Hann seg­ir að nú taki mögu­lega við heim­sókn þeirra fé­laga að Como-vatni, sem Íslend­ing­ar muna ef­laust eft­ir, heim­sókn á San Siro, þekkt­asta leik­vang þar ytra, og svo færi án efa eng­inn heim án ít­alskr­ar landsliðstreyju í fartesk­inu. 

Þessi litli ítalski snáði mun án efa seint gleyma gærkvöldinu. …
Þessi litli ít­alski snáði mun án efa seint gleyma gær­kvöld­inu. Mynd tek­in í Sor­rento í suðvest­ur­hluta Ítal­íu. Ljós­mynd/Þ​órir Odds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka