Eftirspurn leigubíla aukist

Mikil umframeftirspurn hefur skapast í leigubílabransanum.
Mikil umframeftirspurn hefur skapast í leigubílabransanum. Ljósmynd/mbl.is

Mikil umframeftirspurn hefur skapast í leigubílabransanum undanfarnar vikur samhliða því sem slakað hefur á samkomutakmörkunum og ferðaþjónustuiðnaðurinn tekið við sér á ný.

Er nú komin upp sú staða að á ákveðnum tímum sólahringsins þurfa viðskiptavinir að sætta sig við mun lengri biðtíma en gengur og gerist.

„Það vantar fleiri leigubíla til þess að þjónustan geti verið góð. Við gerum allt sem við getum. Bílstjórarnir eru að vinna langan vinnudag og eru ræstir út á morgnana en það bara dugar ekki til,“ segir Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri leigubílastöðvarinnar BSR.

Að sögn Guðmundar má rekja þessa þróun til þess að margir leigubílstjórar hafi lagt inn atvinnuleyfi sín í faraldrinum og séu nú búnir að snúa sér að öðru er kemur fram í Morgunblaðinu.

Hægt er að lesa nánari umfjöllun í Morgunblaði dagsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert