Vill að eftirlitsnefnd komi saman

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Sæmundsson, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis komi saman til þess að ræða málefni Lindarhvols. 

Sendi hann beiðni þess efnis til Jóns Þórs Ólafssonar, formanns nefndarinnar og þingmanns Pírata, laust eftir klukkan tíu í dag. 

Þorsteinn er ekki á framboðslista hjá Miðflokknum fyrir komandi alþingiskosningar og eru því dagar hans sem þingmaður senn á enda.

Verði kallaður fyrir nefndina

Í beiðni sinni fer Þorsteinn fram á að settur ríkisendurskoðandi, Sigurður Þórðarson, verði kallaður fyrir nefndina til að ræða skýrslu sem hann gerði um starfsemi Lindarhvols ásamt samskiptum hans við Alþingi vegna sama máls.

Farið er fram á að fundurinn verði haldinn hið allra fyrsta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert