Segja svarbréf ráðuneytisins ófullnægjandi og svörin máttlaus

Undanfarið hálft ár hefur fjöldi manns vakið athygli á afleiðingum …
Undanfarið hálft ár hefur fjöldi manns vakið athygli á afleiðingum af breyttu fyrirkomulagi á skimun fyrir leghálskrabbameini. Photo/Árni Sæberg

„Vandamálin stafa ekki hið einasta af því að rannsóknirnar voru fluttar til Danmerkur. Stærsta vandamálið stafar augljóslega af óafsakanlegum skorti á undirbúningi breytinganna,“ segir í tilkynningu sem hópurinn „Aðför að heilsu kvenna“ gaf út frá sér í morgun. 

Hópurinn mun koma til með að funda með heilbrigðisráðherra klukkan 13 í dag vegna málsins.

Undanfarið hálft ár hefur fjöldi manns vakið athygli á afleiðingum af breyttu fyrirkomulagi á skimun fyrir leghálskrabbameini. Hópurinn varð til í byrjun júlí er nokkrar konur tóku sig saman til að reyna að fylgja því eftir að framkvæmdum á skimununum yrði bætt og komið til móts við notendur þjónustunnar með styttri biðtíma og skýrari leiðbeiningum varðandi niðurstöður.

Í tilkynningunni gagnrýna þær meðal annars hve langan tíma það tók heilbrigðisráðuneytið að svara fyrirspurn þeirra sem send var fyrir sex vikum síðan.

„Óhætt er að fullyrða að enn er ekki búið að greiða úr þessu máli. Við undirritaðar sendum þann 13. júlí sl. bréf til heilbrigðisráðherra þar sem spurt var um stöðu málsins og undirbúning að þeim breytingum sem heilbrigðisráðherra lofaði í byrjun júlí að yrðu gerðar.“

„Nú sex vikum síðar eftir að erindi hefur verið ítrekað hefur loks borist svar. Ekki þarf að orðlengja almenn stjórnvaldsfyrirmæli um málshraða og rétt almennings til aðgangs að upplýsingum,“ segir í tilkynningunni.

Enn gefin þau svör að skrá þurfi upplýsingar handvirkt

Þær segja svarbréf ráðuneytisins ófullnægjandi og svörin máttlaus. „Nú er enn bætt við nýrri skýringu á stöðunni og talað um að samkæmt skýrslu frá embætti landlæknis hafi verið alvarleg gæðavandamál hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem hafi orðið til þess valdandi að samið hafi verið við rannsóknastofuna í Hvidovre. Þetta er eftir á skýring sem við teljum að standist ekki skoðun.

„Enn eru gefin þau svör að tafir við miðlun upplýsinga stafi af því að skrá þurfi upplýsingar handvirkt í íslenskt tölvukerfi. Ljóst er að hvorki heilbrigðisráðuneytið né heilsugæslan hafa metið umfangið á þeim breytingum sem gerðar voru og staða verkefnisins er því miður enn ekki á þeim stað sem notendur þjónustunnar gera kröfu um og lög um sjúklinga nr. 74/1997 áskilja.“

Í svari Heilbrigðisráðuneytisins segir að samkæmt skýrslu frá EL hafi …
Í svari Heilbrigðisráðuneytisins segir að samkæmt skýrslu frá EL hafi verið um alvarleg gæðavandamál hjá KÍ sem hafi orðið til þess að samið hafi verið við rannsóknastofuna í Hvidovre.

Hópurinn segir upplýsingar um breytingar á þjónustunni hafa skort, ákvörðunarvald kvenna skert og að traust hafi verið brotið. Þær segja grundvallaratriði til að endurheimta traust til þjónustunnar sé að konur séu hafðar með í ráðum, á þær verði hlustað, breytingar verði vel kynntar og konur upplýstar.

„Það er engin skimun án kvenna. Öryggi, gæði og mannvirðing eru grundvallaratriði í þessari nálgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert