Mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, hefur endanlega verið látið niður falla hjá ríkissaksóknara, að því er embættið staðfestir í skriflegu svari til mbl.is.
Kristján var handtekinn á Þorláksmessu árið 2019 vegna gruns um frelsissviptingu. Lá Kristján undir grun um að hafa haldið konu nauðugri á heimili sínu í 10 daga og brotið gegn henni kynferðislega en hann var látinn laus á Þorláksmessu að skýrslutöku lokinni.
Málið var fellt niður í héraði í apríl á þessu ári á grundvelli 145. gr. sakamálalaga, þar sem það var ekki metið líklegt til sakfellingar, en þeirri niðurstöðu var áfrýjað til ríkissaksóknara og hefur málið nú endanlega verið látið niður falla.