Mál Kristjáns Gunnars til héraðssaksóknara

Heimili Kristjáns Gunnars í vesturbæ Reykjavíkur.
Heimili Kristjáns Gunnars í vesturbæ Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mál Kristjáns Gunn­ars Valdi­mars­son­ar, lög­manns og fyrr­ver­andi lektors í skatta­rétti við Há­skóla Íslands, er komið til héraðssaksóknara til meðferðar en rannsókn lögreglu á málinu lauk í sumar.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir það í samtali við Vísi.

Kristján Gunn­ar var hand­tek­inn á heim­ili sínu í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur aðfaranótt aðfanga­dags í fyrra, grunaður um að hafa frels­is­svipt unga konu í allt að tíu daga og brotið kyn­ferðis­lega gegn henni. Hann var lát­inn laus að lok­inni skýrslu­töku en hand­tek­inn að nýju að morgni jóla­dags, þá grunaður um að hafa frels­is­svipt tvær kon­ur og brotið gegn þeim. 

Kristján var þá úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 29. des­em­ber. Lög­regla fór fram á áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir Kristjáni Gunn­ari á grund­velli rann­sókn­ar- og al­manna­hags­muna. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Lands­rétt­ur höfnuðu kröfu lög­regl­unn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert