Of snemmt að segja til um eldsupptök

Grímseyjarkirkja brann til grunna.
Grímseyjarkirkja brann til grunna. Ljósmynd/Aðsend

Rannsókn á brunanum í Grímseyjarkirkju hófst í dag en kirkjan brann til grunna í gærkvöldi.

Að sögn Jóns Valdimarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, er í Grímsey bæði stödd rannsóknadeildin frá Akureyri og tæknideildin frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Deildirnar rannsaka nú vettvanginn. 

Aðspurður segir Jón það of snemmt að tjá sig um eldsupptökin því enn liggi ekkert fyrir um þau.

Óvíst er hversu langan tíma rannsóknin mun taka. Jón bendir á að vettvangurinn sé ekki stór en engu að síður þurfi að huga að mörgum hlutum.

„Þeir eru bara að vinna sína vinnu þarna útfrá og vonandi komast þeir að einhverri niðurstöðu,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka