„Ofboðslega mikið áfall“

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

„Af þeim mynd­um sem ég hef séð er hún gjör­ónýt,“ seg­ir Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir, bæj­ar­stjór­inn á Ak­ur­eyri, um kirkj­una í Gríms­ey sem nú stend­ur í ljós­um log­um.

Slökkviliðsmenn eru enn að störf­um á vett­vangi.

Grímseyjarkirkja stendur í ljósum logum.
Gríms­eyj­ar­kirkja stend­ur í ljós­um log­um. Ljós­mynd/​Aðsend

160 ára kirkja

„Þetta er nátt­úru­lega ofboðslega mikið áfall, 160 ára kirkja sem er friðuð. Eðli­lega er þetta mjög mikið áfall fyr­ir eyj­ar­skeggja,“ seg­ir Ásthild­ur og bæt­ir við að kirkj­an sé byggð úr rekaviði og því mik­ill elds­mat­ur. Veður­skil­yrði bæti ekki úr skák. 

„Það er erfitt að at­hafna sig á stutt­um tíma í þess­um skil­yrðum,“ seg­ir hún.

Friðuð árið 1990

Elds­upp­tök eru al­gjör­lega ókunn að sögn Ásthild­ar en sem bet­ur fer varð eng­um meint af að henn­ar sögn. 

Gríms­eyj­ar­kirkja var byggð árið 1867 úr rekaviði en var færð um lengd sína árið 1932 vegna eld­hættu og um leið var byggður við hana kór og for­kirkja með turni. Gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur á kirkj­unni fóru fram árið 1956 og var hún þá end­ur­vígð.

Kirkj­an var friðuð 1. janú­ar árið 1990 sam­kvæmt ald­ursákvæði þjóðminja­laga.

Grímseyjarkirkja var byggð árið 1867 og friðuð 1990.
Gríms­eyj­ar­kirkja var byggð árið 1867 og friðuð 1990. Ljós­mynd/​Brad We­ber
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert