Ríkislögreglustjóri varð undir í héraði

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir dóm­ar féllu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag þar sem fall­ist var á aðal­kröf­ur fjög­urra yf­ir­lög­regluþjóna hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra um að greiða þeim laun í sam­ræmi við sam­komu­lag sem fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, Har­ald­ur Johann­essen, gerði við viðkom­andi starfs­menn í lok ág­úst 2019 um end­ur­skoðun á launa­kjör­um.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri tók við embætt­inu af Har­aldi Johann­essen í mars 2020 en eft­ir að hún tók við boðaði hún að launa­hækk­an­irn­ar yrðu aft­ur­kallaðar og að embættið teldi sig ekki bundið því sam­komu­lagi sem gert hefði verið við nokkra yf­ir­lög­regluþjóna í lok ág­úst 2019.

Fall­ist á all­ar kröf­ur

Óskar Bjart­marz, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn og einn þeirra sem stefndu embætti rík­is­lög­reglu­stjóra og ís­lenska rík­inu, seg­ist, í sam­tali við mbl.is, vera ánægður með niður­stöðuna enda fall­ist á þær dóm­kröf­ur sem sett­ar voru fram í nafni fjór­menn­ing­ana. Hann bend­ir þó á að dóm­ur­inn hafi nú ein­ung­is fallið á fyrra dóm­stigi og því hafi hann ekki meira um málið að segja á þessu stigi. 

Óskar Bjartmarz fyrrverandi yfirlögregluþjónn segist ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms.
Óskar Bjart­marz fyrr­ver­andi yf­ir­lög­regluþjónn seg­ist ánægður með niður­stöðu Héraðsdóms. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Seg­ir í dóm­in­um í máli Óskars að krafa stefn­anda taki rétti­lega mið af því að stefndu sé skylt að standa við fyrr­greint fyr­ir­komu­lag í sam­ræmi við efni þess.

Hafna beri þeim mála­til­búnaði stefndu að kraf­an byggi á „ein­hliða“ sjón­ar­miðum stefn­anda um það í hvaða launa­flokk eigi að skipa hon­um þrátt fyr­ir nýj­an stofn­ana­samn­ing, enda ljóst að kraf­an bygg­ir að þessu leyti á bind­andi sam­komu­lagi sem stefndi rík­is­lög­reglu­stjóri und­ir­gekkst. 

Fram kem­ur að draga verði þá álykt­un að eft­ir að um­rætt sam­komu­lag öðlaðist gildi við und­ir­rit­un þess 26. ág­úst 2019 hafi það skuld­bundið stefn­enda og stefnda rík­is­lög­reglu­stjóra, sbr. meg­in­reglu samn­inga­rétt­ar um skuld­bind­ing­ar­gildi samn­inga. 

Tók ein­hliða ákvörðun í and­stöðu við ákvæði samn­ings­ins

Seg­ir þá að stefndi rík­is­lög­reglu­stjóri hafi ein­hliða ákveðið að taka ákvörðun í ág­úst 2020 um að breyta launa­fyr­ir­komu­lagi stefn­anda í and­stöðu við ákvæði samn­ings­ins.

Byggja stefndu málsvörn sína á því að sam­komu­lagið hafi verið óskuld­bind­andi þar sem það hafi verið gert í and­stöðu við lög, kjara­samn­ing og stofn­ana­samn­ing.

Því er hafnað í dómn­um og seg­ir að stefn­andi hafi gert sam­komu­lagið við for­stöðumann stefnda rík­is­lög­reglu­stjóra sem sam­kvæmt lög­um geti komið fram út á við fyr­ir hönd stofn­un­ar­inn­ar og meðal ann­ars samið um ráðning­ar­kjör. Tekið er fram að for­stöðumönn­um rík­is­stofn­anna sé al­mennt séð veitt ákveðið svig­rúm til að ákveða hvernig þeir ráðstafi þeim fjár­mun­um sem veitt er til stofn­ana þeirra.

Þá var ekki held­ur fall­ist á að með stefndu að stofn­ana­samn­ing beri að skilja á þann veg að for­stöðumaður rík­is­stofn­un­ar geti ekki samið um hag­felld­ari kjör en þar grein­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka